stæðu allir saman
Sprengjurnar springa
speglarnir brotna
írak er brunnið
allflest þar ónýtt
hermenn að hörfa
hólpnir frá bombum
forsetinn flúinn
farinn frá tapi!

kúlnahríð hættir
heimurinn stoppar
barnið það grætur
brjálæðið sér
fólk er að falla
fyrir augum þess
hver mun því hjálpa
já hver mun hjálpa?

hataðir hérna
hryðjuverkamenn
sprengjur þeir sprengja
spreða úr byssum
hvað ef heimurinn
hjálp myndi veita
stæð´allir saman
...stæðu án herja?  
Gunnar Þórólfsson
1988 - ...


Ljóð eftir Gunnar Þórólfsson

Minningarvottur
stæðu allir saman
íraks blóm visna
draumarnir vaka
andlit þitt
Missed
nóttin langa
Hugsjón um stríð partur 1 og 2