draumarnir vaka
ég lýt á mynd af þér og ég huxa um þig
tímarnir þeir breitast á dag hverjum
ég, í drauma heimi svíf til þín
og horfi á þig sofa, fallegum værum svefni
en ég er bara andi sem sveima
ég sé í augum þínum að þig er að dreima
og ég tárast af hamingju og ást

ég sest á rúmstokkinn og horfi á þig
hvað ertu að huxa ég pæli í
ég finn að þú skynjar nærveru mína
því þú brosir og snýrð þér að mér
vonandi líður þér vel í svefni
en það er tímabært að ég nefni
að ég elska þig meira en allt sem ég þekki

ég finn að ég færist frá þér til baka
en ég gef þér einn koss áður en ég fer
í minningunni, þá er þetta heil eilífð
þessi eina huxun, hún er heil eilífð
ég vakna og byrja að gráta
því ég er ekki hjá þér til að vekja
en ég hlakka þó til að sjá þig aftur
mín ástkæra!  
Gunnar Þórólfsson
1988 - ...


Ljóð eftir Gunnar Þórólfsson

Minningarvottur
stæðu allir saman
íraks blóm visna
draumarnir vaka
andlit þitt
Missed
nóttin langa
Hugsjón um stríð partur 1 og 2