Söknuður
Vegir minninganna mætast,
myndir fortíðar mér birtast,
þegar að ég þögul um öxl horfi
og sé þig brosandi veifa hendi.

Tíminn tifar áfram hratt.
Hjartað slær taktinn sært.
Söknuður sæfir huga minn.
Sölt tárin renna á kinn.

Myrkrið þrengir sig að mér,
ég teygi mig út að þér.
Þú stendur í stað og veifar,
brosandi þú sjónum hverfur.

Eftir sit ég í myrkrinu ein
með þér hvarf ljósið er skein.
Minningin um þig lifir enn tær,
þú fórst frá mér að eilífu í gær.  
Álfrún
1980 - ...


Ljóð eftir Álfrúnu

Söknuður
Dear mother it is all true
Hvað myndirðu segja