Missir
Elsku barnið mitt
ég vissi alla mína ævi að einn daginn
myndir þú ákveða að koma,
leyfa mér að elska þig, leiðbeina þér

Ég grét þann dag af gleði
er koma þín var staðfest
svór að gera allt sem ég gæti
til að gera þig að hamingjusömum
einstaklingi

Ég ímyndaði mér framtíð okkar
Saman
hvernig það væri að hlusta á þig:
hlæja, gráta.
Horfa á þig
sofna og vakna.
Sjá þig vaxa og þroskast,
ég hugleiddi hvaða tilfinningar
við myndum finna í faðmlögum hvers annars.

Þú heimsóttir mig aðeins í þrjá mánuði,
Í líkama mínum svafst þú vært

Ég minnist þess með tárum
nóttina sem ég vaknaði,
útötuð blóði okkar og sársauka

Ég skreið fram á snyrtinguna og
Heyrði þig leka niður í klósettskálina
Sá þig svo fljótandi í blóðrauðri martröð minni
Að lokum var þér sturtað niður

Elsku barnið mitt, ég sakna þín að eilífu.
 
Luna
1983 - ...


Ljóð eftir Lunu

Ha?
Barátta
Missir