Þúsund kossar
Þúsund kossar þúsund tár,
þraukaðu áfram þögla sál.
Vonir vakna, varastu eldinn,
Ekki er allt sem augað sér,
Falskar vonir fanga þig

Láttu vindinn leika um þig.
Lífsgleðin þá finnur þig.
Þraukaðu áfram þögla sál
þó lífsleiðin sé þröng og hál.

Þú átt meir en margur sér,
Lífið er að kenna þér,
Þú ert einn af öllum hinum
Einn af drottins bestu vinum.  
Bryndís Bjarnadóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Bryndísi Bjarnadóttur

Þúsund kossar
Von
XXX
Þ+ú