Bernskan í hnotskurn
Óöruggir fætur
stíga sín fyrstu skref
óstuddir
á vit ævintýranna.

Sveiflast í rólunni
svo hátt
að fæturnir snerta skýin
svo hratt
að tíminn flýgur.

Ekkert getur stöðvað
ást barns.
Það sem barnið ann
öðlast eilíft líf
í hjarta þess.

Í draumheimi leynast
langanir, þrár.
Með tímanum gleymast bernskunnar ár.  
Kroll
1983 - ...


Ljóð eftir Kroll

Bernskan í hnotskurn
brostnar vonir