svart silki
lítið líf gægist út

stingur nefinu út í hamflettandi
kuldann, lyktar

skríður undir sæng og
sofnar við drungalega rausn
myrkrahöfðingjans

vaknar svo daginn eftir
í silkumjúkum klæðum
spámannsins

saumað úr draumum
morgundagsins

 
Þórgnýr Breki
1987 - ...


Ljóð eftir Þórgný Breka

Darwinismi
æskumorð
bak við lífið
skammfarir
svart silki
einsog í sögu
ljósvetningagoðinn
gamaldags hvítt