Ljóð.is
Þegar ég geri ljóð hugsa ég um aðra
aðra sem semja og aðra sem lesa.
Því það er enginn sem les eftir aðra
það eru allir að sitja og semja.

Ljóðin sem aðrir þurfa að dæma
eru aldrei lesin svo þau gleymast.
Það er enginn til að dæma
Svo þau eru save til að geymast

Höfundar lesa þau ekki
enginn les þau
Gleymt á gömlum tenglum.
Gleymt á netinu stóra.

Á endanum er ekkert eftir nema gamlar cookies
eyddar svo það getur myndast pláss fyrir nýju ljóðin.
Ljóðin sem engin les.  
Jón
1986 - ...
Enginn les ljóð eftir aðra því allir eru að semja sín eigin. Hver er sér sjálfum næstur.


Ljóð eftir Jón

Ljóð.is
Íslenska