Þögn
Draum einn mig dreymdi eina óveðursnótt
Um dimman og drungalega stað
Mara mér birtist, mér varð ekki rótt
Drunur og skjálfti en allt síðan hljótt
Já maran hún sagði mér það
Í norðri er fólk undir snjónum þunga
Kalið og lífslöngun farin
Það getur ei andað með köldu lunga
Þau umvafin eru í myrkri og drunga
Börnin svo líflaus og marin
Barnið svo kalt og líkaminn blár
Líflaust það liggur í dalnum
Móðir þess leitar, í augunum tár
Líkami barnsins svo kaldur og smár
Brátt liggja þau bæði í valnum
Sólin ei kemur og enginn veit neitt
Fólk undir snjónum er grafið
Einangrað í ísnum, það er ekki heitt
Dauðinn hann kominn, þykir það leitt
Fólkið er dáið og farið
Daginn þar eftir var tilkynnt um lát
Ískaldur gekk þar með korðann
Dauðinn, hann gerði þar skák og mát
Börnin svo lífsglöð verða aldrei kát
Í litlum bæ fyrir norðan