Ljóðið sem fór upp en kom aldrei aftur niður
Skáldið horfði í augun á ljóðinu
og allt í einu sá það
að ljóðið var svikult.

Ljóðið horfði á skáldið
og glotti við tönn
því það hafði blekkt skáldið.

Skáldið leit niður
og tók eftir því
að jörðin var að snúast.

Ljóðið leit á jörðina
og hætti að glotta
því það þeyttist út af jarðkringlunni.

Skáldið horfði á eftir ljóðinu
og glotti við tönn þegar það skildi
að ljóð skilja ekki einföldustu lögmál eðlisfræðinnar.
 
Eyvindur Karlsson
1981 - ...


Ljóð eftir Eyvind Karlsson

Clouds in the morning
Don\'t talk to strangers
Lies
One more step
Summer
The final score
The glacier
Lullabye for my sweetheart
Ljóðið sem fór upp en kom aldrei aftur niður