Maðurinn með húfuna
Afi minn er maður,
maður sem man aðra tíma.
Afi minn er persóna,
persóna Íslands.
Afi minn er lágvaxinn,
en þó sé ég stjörnurnar
bera við himin
þegar ég lít upp til hans.
Stoltið sem ég finn,
þegar ég sé afa
er fólgið í ástinni
ástin; fögur sem aldrei fyrr,
sem eilíft sumar í firði
með sóleyjar í brekku
og hamingju.
maður sem man aðra tíma.
Afi minn er persóna,
persóna Íslands.
Afi minn er lágvaxinn,
en þó sé ég stjörnurnar
bera við himin
þegar ég lít upp til hans.
Stoltið sem ég finn,
þegar ég sé afa
er fólgið í ástinni
ástin; fögur sem aldrei fyrr,
sem eilíft sumar í firði
með sóleyjar í brekku
og hamingju.
bætt við 29.10.09:
Takk fyrir mig elsku afi minn, þú átt þetta ljóð, alltaf. Ég elska þig.
Friðrik Árni Kristjánsson
1.ágúst 1922 - 1. október 2009
Takk fyrir mig elsku afi minn, þú átt þetta ljóð, alltaf. Ég elska þig.
Friðrik Árni Kristjánsson
1.ágúst 1922 - 1. október 2009