Sturta
Ég stend í sturtu.
Er.
Orðin fá nýja merkingu,
litirnir meiri dýpt.

Ég stend í sturtu.
Læt hitann og kuldann hríslast niður bakið á mér
og furða mig á því að þetta skuli geta haldið svona áfram
áfram og áfram,
enginn endir.

Ég veit að endirinn kemur þegar egóið vaknar
en núna er aðeins ég og vatnið
og ekkert annað.

Strætó keyrir framhjá
fullur af fólki í leit að vatninu,
á leið í vinnu eða heim,
eða eitthvert annað.
Bara ef þau vissu að þau væru í vatninu,
vissu að þau gætu verið
bara verið
verið hrein,
verið frjáls,
verið,
þá væri heimurinn öðruvísi staður.

Ég tárast
og veit að þetta verður allt í lagi.  
Arnór Kristjánsson
1976 - ...


Ljóð eftir Arnór Kristjánsson

Sturta
veit, finn, segi
Mér líður
Ég