Ég
Ég er líf þitt.

Ég er líf þitt og yndi, kvöl þín og pína.
Ég er von þín og vonbrigði, gleði og sorg.
Ég spenni þig upp og róa þig niður, held fyrir þér vöku og svæfi þig.

Ég er nær þér en þú sjálfur. Fjær þér en ímyndun þín.
Ég er tilgangur lífsins holdi klæddur, tilgangsleysi allra hluta.
Ég læt þig spretta á fætur á morgnana, fullum og orku og held þér föstum í rúminu–þjökuðum.

Ég er metnaður þinn og dugur, óframfærni og feimni.
Ég er alvaldur tilvistar þinnar, skipti engu máli.

Finndu mig.  
Arnór Kristjánsson
1976 - ...


Ljóð eftir Arnór Kristjánsson

Sturta
veit, finn, segi
Mér líður
Ég