Nótt
Nótt
hafðu hægt um þig nótt
og láttu ekki börnin þín
vænta of mikils
af þér.
Víst hefurðu huggað
svæft og sefað
og táldregið marga
meyju og sveina.
Víst hefurðu huggað
svæft og sefað.
En dagurinn kemur
og væntir svo mikils
af börnum sínum.
Hann sviptir þig líka
þeim dulúðarklæðum
sem þú hefur
sveipað þig nótt
í nótt.
hafðu hægt um þig nótt
og láttu ekki börnin þín
vænta of mikils
af þér.
Víst hefurðu huggað
svæft og sefað
og táldregið marga
meyju og sveina.
Víst hefurðu huggað
svæft og sefað.
En dagurinn kemur
og væntir svo mikils
af börnum sínum.
Hann sviptir þig líka
þeim dulúðarklæðum
sem þú hefur
sveipað þig nótt
í nótt.
Úr ljóðabókinni LJÓÐALEIKIR útgefin 1995. Ljóðið var valið til flutnings í LJÓÐ DAGSINS í ruv 1996.