Ég er hommi.
Ég er hommi.

Hvern varðar það hvort kynið maður kýs?
Hér á árum áður var voðinn vís.
Ef maður vogaði sér að elska mann,
ef þú varst af sama kyni og hann.

Ástin spyr ekki um aldur eða kyn,
ástin spyr bara um aðeins meira en vin.
Ástinn er sama um typpi og brjóst,
ég vona að ykkur sé það ljóst,
að þegar einhver elskar,
virkilega elskar,
þá er honum alveg sama um kyn,
hann vill bara meira en góðan vin.

Ég elska þig maður,
með þér er ég glaður.
Þó þú sért af sama kyni og ég.
Við þurfum ekkert að ganga hinn merkta veg.

Biblían segir,
vertu gagnkynhneigður.
Fyrir mér hún þegir,
ég er samkynhneigður!  
Geir
1991 - ...
Ljóðið er tileinkað frænda mínum sem kom út úr skápnum í fyrra og hefur gengið í gegnum tímana tvenna.


Ljóð eftir Geir

Why do I no longer care? [ATH! Á ensku]
Ég er hommi.
Varði [Enska]