Ótti
Óttinn byrjar í maganum og laumar sér upp í háls

hríslast niður fæturnar og heldur mér fastri

tekur yfir hendurnar á mér og neyðir mig til að sleppa takinu

tekur fyrir augun á mér og leiðir mig á annan stað

horfir niður á mig og hlær hátt að mér

tekur sér bólfestu og ég reyni að hrista hann af mér

hlær hærra og kreistir mig
fastar

herðist um hálsinn á mér þegar ég reyni að mótmæla

hvíslar í eyrun mín, gleym mér ei


 
Kristín Anna Jóhannsdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Kristíni Önnu Jóhannsdóttur

Ótti
Þú þarna