New York að degi til
Sólin hún skín yfir Plaza
Sest á laufin í Central park
Meðbræður betla við brúna
Bölvað lífið er eintómt hark
-En mér er ekki boðið
Mér er ekki til setunnar boðið
Er lífið allt svo ljúft?
Svarið er loðið!
Það er gleði við spegilslétt vatnið
Gulrauð laufin grípa hvern geisla
Betlari liggur á bekk
Segir ,,Lífið er bévítans fermingarveisla...
En mér er ekki boðið
Ekki til setunnar boðið
Einblíndu á akfeitt barnið
Af burgerum alveg út troðið."
Lestin hún liggur neðanjarðar
Grynnra en líf farþega þó andlega
Ein hún stóð, söng sálma
Full af sorg - og trega
-Nei henni var ekki boðið
Ekki til setunnar boðið
Með tvo drengi undir örmum
En ekkert í soðið.
Sest á laufin í Central park
Meðbræður betla við brúna
Bölvað lífið er eintómt hark
-En mér er ekki boðið
Mér er ekki til setunnar boðið
Er lífið allt svo ljúft?
Svarið er loðið!
Það er gleði við spegilslétt vatnið
Gulrauð laufin grípa hvern geisla
Betlari liggur á bekk
Segir ,,Lífið er bévítans fermingarveisla...
En mér er ekki boðið
Ekki til setunnar boðið
Einblíndu á akfeitt barnið
Af burgerum alveg út troðið."
Lestin hún liggur neðanjarðar
Grynnra en líf farþega þó andlega
Ein hún stóð, söng sálma
Full af sorg - og trega
-Nei henni var ekki boðið
Ekki til setunnar boðið
Með tvo drengi undir örmum
En ekkert í soðið.