Sunna mín
Gamall maður situr í stofunni sinni,
hann hefur átt þessa stofu í tugi ára,
frúin situr tveimur bossum frá honum.
Það er samt meira bil
á milli þeirra en svo;
hún situr í miðjum sófanum
sá gamli er í húsbóndastólnum.
Hann lítur út um gluggann,
það er blíðskaparveður,
og horfir á sólina.
Gamli maðurinn hefur alltaf
viljað hugsa til hennar,
ekki frúarinnar
heldur sólarinnar,
sem Sunnu sína.
En málið er: Hann er ekki þannig maður.
Það fer honum ekki að segja eða hugsa:
"Sunna mín"
eða það heldur hann, í það minnsta.
Síminn hringir, Sunna er hátt uppi
langt í það að hún setjist.
"Já, hæ," svarar gamli og starir á Sunnu sína.
"Nei, bæ," kemur strax á eftir.
Hann biður frúnna um að útbúa
kaffikræsingar fyrir sig.
"Hver var þetta?" spyr frúin
er hún kjagar eins og mörgæs
fram í eldhús.
"Símasölumaður," lýgur gamli maðurinn
sem hlakkar til matarins.
Hann vildi ekki fá heimsókn,
það myndi trufla stund hans með Sunnu sinni.
Sá gamli er að mana sig upp
í að kalla hana það:
- Sunna mín
í hljóði.
hann hefur átt þessa stofu í tugi ára,
frúin situr tveimur bossum frá honum.
Það er samt meira bil
á milli þeirra en svo;
hún situr í miðjum sófanum
sá gamli er í húsbóndastólnum.
Hann lítur út um gluggann,
það er blíðskaparveður,
og horfir á sólina.
Gamli maðurinn hefur alltaf
viljað hugsa til hennar,
ekki frúarinnar
heldur sólarinnar,
sem Sunnu sína.
En málið er: Hann er ekki þannig maður.
Það fer honum ekki að segja eða hugsa:
"Sunna mín"
eða það heldur hann, í það minnsta.
Síminn hringir, Sunna er hátt uppi
langt í það að hún setjist.
"Já, hæ," svarar gamli og starir á Sunnu sína.
"Nei, bæ," kemur strax á eftir.
Hann biður frúnna um að útbúa
kaffikræsingar fyrir sig.
"Hver var þetta?" spyr frúin
er hún kjagar eins og mörgæs
fram í eldhús.
"Símasölumaður," lýgur gamli maðurinn
sem hlakkar til matarins.
Hann vildi ekki fá heimsókn,
það myndi trufla stund hans með Sunnu sinni.
Sá gamli er að mana sig upp
í að kalla hana það:
- Sunna mín
í hljóði.