

Ljósastaurinn stendur hnarreistur
og vakir,
með ljósi sínu,
yfir fólkinu.
Starir á það;
fylgist með hverju fótmál,
jafnvel handapati.
Já, hann lýsir því gráan veginn,
það er honum þakklátt.
Eða flestir hverjir.
Hnarreisti ljósastaurinn
sér glitta í aðra ljósastaura
og veit að þeir standa í röðum,
hnarreistir, líkt og hann, og glaðvakandi
allar nætur.
En þeir líta aldrei til hans,
hvað þá heilsa eða spjalla.
Nei,
þeir,
hinir hnarreistu ljósastaurarnir
þessir sem taka við honum;
lýsa upp gönguferðir fólksins,
taka starfi sínu alltof alvarlega.
og vakir,
með ljósi sínu,
yfir fólkinu.
Starir á það;
fylgist með hverju fótmál,
jafnvel handapati.
Já, hann lýsir því gráan veginn,
það er honum þakklátt.
Eða flestir hverjir.
Hnarreisti ljósastaurinn
sér glitta í aðra ljósastaura
og veit að þeir standa í röðum,
hnarreistir, líkt og hann, og glaðvakandi
allar nætur.
En þeir líta aldrei til hans,
hvað þá heilsa eða spjalla.
Nei,
þeir,
hinir hnarreistu ljósastaurarnir
þessir sem taka við honum;
lýsa upp gönguferðir fólksins,
taka starfi sínu alltof alvarlega.