

vindurinn mér sagði
að betri tímar biðu
ég lagðist í grasið
og tímarnir liðu
uns vindurinn þagnaði
og stráin stóðu kyrr
ég leit upp til himins
en allt var sem fyrr
að betri tímar biðu
ég lagðist í grasið
og tímarnir liðu
uns vindurinn þagnaði
og stráin stóðu kyrr
ég leit upp til himins
en allt var sem fyrr