Það sem máninn sér
Úti í horni
kúrir hrædd vera
með tárvot augu
skjálfandi líkama
óbærilega sorg
brostið hjarta
og fær aldrei frið.

Máninn skín
í augu hennar
og úr augunum skín
\"hvers vegna\"?
En enginn svarar
og stóru augun lokast
en þó glóir tár á kinn.  
Heiða Hrönn
1983 - ...


Ljóð eftir Heiðu Hrönn

Það sem máninn sér
Ást
Skugginn