Ending
þegar við sátum
og störðum.
bara töluðum ekki um neitt.
þegar hugur minn
leið útaf
inn í annan heim
langt héðan í burtu.

þegar ég vissi ekki lengur
hver ég var
og hvar þú hélst þig.

þegar við bæði elskuðumst
í sitthvoru herberginu
í okkar eigin heimi
með öðrum konum
eða körlum.

það var þá
og bara þá
sem ég vissi að ég myndi aldrei endast.  
María Rún Stefánsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Maríu Rún Stefánsdóttur

september
Ending