Kona í kápu
Í gegnum mannfjöldann
í gegnum þokuluktan mannfjöldann
í gegnum þokuluktan grámyglulegan mannfjöldann

sér maður konu

konu í kápu
konu í eldrauðri kápu

og þau mætast

Hún strýkst upp við hann,
hann strýkst upp við hana,
tæplega, en þó

hann finnur andartaks hlýju umlykja sig
finnur fettu koma á varir sínar,
löngu horfið bros snúa aftur en,
jafnskjótt og það kom,
hvarf það.

hann bölvar sér í hljóði,
bölvar sér fyrir að halda að hlýjan væri ætluð honum  
Sigurður Freyr
1989 - ...
Þegar ég samdi þetta var ég aleinn í flugvél, umkringdur fólki, og hafði tíma til að hugsa


Ljóð eftir Sigurð Frey

Kona í kápu
Samviskuþvottur
Ísland í dag
Normið
Vetur