

Gamall maður gengur berfættur
- reyndar vandræðalega nakinn -
yfir útlenska naglafjöl
í fyrsta skipti á langri ævi.
Hann sá svona rugl í sjónvarpinu,
eins og svo margt annað,
og ákvað að láta slag standa.
Hann er einbeittur á svip, svona
eins og unglingur að þræða nál.
Það líður yfir greyið manninn
í öðru skrefi.
Hann fellur hægt fram fyrir sig
á naglafjölina.
Hefði ekki getað verið verra,
tautar sjónvarpsþulur í útsendingu.
- reyndar vandræðalega nakinn -
yfir útlenska naglafjöl
í fyrsta skipti á langri ævi.
Hann sá svona rugl í sjónvarpinu,
eins og svo margt annað,
og ákvað að láta slag standa.
Hann er einbeittur á svip, svona
eins og unglingur að þræða nál.
Það líður yfir greyið manninn
í öðru skrefi.
Hann fellur hægt fram fyrir sig
á naglafjölina.
Hefði ekki getað verið verra,
tautar sjónvarpsþulur í útsendingu.