Samviskuþvottur
í stóru hvítu húsi
í höfuðborg frelsis og tækifæra

stendur kúreki vestursins
við klósettvaskinn
og skolar af sér saklaust blóð,
með nýju samviskusápunni úr Wal-mart
raulandi bandaríska þjóðsönginn  
Sigurður Freyr
1989 - ...


Ljóð eftir Sigurð Frey

Kona í kápu
Samviskuþvottur
Ísland í dag
Normið
Vetur