

Er það undir kaleiknum
eða upprúllað í horni
einhyrningsins
getur verið að það sé öðrum
megin við regnbogann
kannski er það í táradalnum
þar sem guðirnir verða til
veit um konu sem grætur
einu sinni á ári
getur leynst í einu tári
hennar
guð leitaði og það brann
á vörum hans
hið óorta ljóð.
eða upprúllað í horni
einhyrningsins
getur verið að það sé öðrum
megin við regnbogann
kannski er það í táradalnum
þar sem guðirnir verða til
veit um konu sem grætur
einu sinni á ári
getur leynst í einu tári
hennar
guð leitaði og það brann
á vörum hans
hið óorta ljóð.
Áður óútgefið. 1995.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Allur réttur áskilinn höfundi.