Hið óorta ljóð
Er það undir kaleiknum
eða upprúllað í horni
einhyrningsins
getur verið að það sé öðrum
megin við regnbogann
kannski er það í táradalnum
þar sem guðirnir verða til
veit um konu sem grætur
einu sinni á ári
getur leynst í einu tári
hennar
guð leitaði og það brann
á vörum hans
hið óorta ljóð.  
Ómar Sigurjónsson
1960 - ...
Áður óútgefið. 1995.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Ómar Sigurjónsson

Í dögun
Hið óorta ljóð