Búrið
Á réttum stað, á réttri stund
hví ríkir myrkrið hjá þeirri hrund?
Komin langt á leið, með, að létt?á sinni lund,
nú vill hún segja frá...

Hún er fugl í búri föst, fær ei losað um sinn löst.
Ef vill hún út, sinn eigin hnút, losar sjálf.

Svo segir hún, sumum frá
sinni hegðun og innstu þrá.
Allir skilja, því, nú allt má.
En léttist hennar lund?

Hún var fugl í búri föst, fékk svo losað um sinn löst.
Enn hún var, bundin þar, til eilífðar.

Nú sjálfa sig, hún sjálfsagt spyr:
?Sé ég mig, á annan hátt en fyrr?
Er ég á sama stað, við sömu dyr?
Hví var ég ekki kyrr??

Hún var fugl í búri föst, fékk svo losað um sinn löst.
Enn hún var, bundin þar, til eilífðar.
Enn hún var, bundin þar, til eilífðar.  
speóh
1972 - ...
Samið 5. febrúar 2002 við lag Travis, The Cage, fyrir Ingridi Örk Kjartansdóttur, sem flutti lagið og textann í söngkeppni MH 2002.


Ljóð eftir speóh

Búrið
Nokkrar útleggingar af skoðunum eins af heimspekingum götunnar og nokkur heilræði þar að lútandi
Hannes
Til eilífðar