

þitt bros mitt hjarta bræðir
þinn hlátur kætir lund
þinn grátur er sem himni blæði
er ég hugga þig í næði
hjarta þitt svo hreint
segir allt út beint
þú segir: ég elska þig pabbi
ég segi: ég elska þig líka
hver þarf aðra auðlegð
þegar maður hefur auðlegð slíka?
þinn hlátur kætir lund
þinn grátur er sem himni blæði
er ég hugga þig í næði
hjarta þitt svo hreint
segir allt út beint
þú segir: ég elska þig pabbi
ég segi: ég elska þig líka
hver þarf aðra auðlegð
þegar maður hefur auðlegð slíka?