Normið
Sumir elta það,
lifa eftir tálsýninni um það,
hið fullkomna norm,
en aðrir flýja það, hryllir við tilhugsuninni um að vera normal

6 milljarðar manna
og engir tveir eins.
Er þá virkilega eitthvert
norm?

Samt sem áður
eyðir fólk ævinni í að
elta það,
flýja það
án þess að fatta
að það næsta sem það kemst því að vera normal og abnormal í senn,
er bara
og einungis það
að vera hamingjusamur
 
Sigurður Freyr
1989 - ...


Ljóð eftir Sigurð Frey

Kona í kápu
Samviskuþvottur
Ísland í dag
Normið
Vetur