Aftur.
Aftur hefurðu sært mig.
Aftur hefurðu traðkað á tilfinningum mínum.
Aftur hefurðu gert það sem þú vilt gera án þess að taka tillit til mín.
Aftur segistu elska mig þrátt fyrir allt.
Aftur fyrirgef ég þér þrátt fyrir allt.
Aftur segist ég líka elska þig þrátt fyrir allt.
Hvað mun líða langur tími þar til að þú særir mig aftur?  
Rún
1971 - ...


Ljóð eftir Rún

Aftur.
Maðurinn minn.