Maðurinn minn.
Ég leitaði að manni sem að fengi augu mín til að tindra
Ég leitaði að manni sem að fengi augasteina mína til að stækka
Ég leitaði að manni sem að fengi varir mínar til að brosa
Ég leitaði að manni sem að fengi munn minn til að hlæja
Ég leitaði að manni sem að fengi hjarta mitt til að slá hraðar
Ég leitaði að manni sem að fengi fiðrildin í maga mínum til að fljúga
Ég leitaði að manni sem að fengi lendar mínar til að brenna
Ég leitaði að manni sem að fengi heila minn til að hugsa
Ég leitaði að manni sem að fengi gáfur mínar til að blómstra
Ég leitaði að manni sem að fengi mig til að elska á ný
Ég leitaði að manni sem að fengi mig að finnast ég lifandi aftur
Ég leitaði að manni sem að fengi mig til að hlakka til framtíðar
Ég leitaði að mann sem að fengi mig til að finnast ég elskuð aftur
Ég leitaði að manni sem sem að yrði besti vinur minn,
faðir barnanna okkar, sálufélaginn minn
Ég fann hann þegar ég var búin að gefa upp vonina um að finna hann
Ég fann hann þegar ég var hætt að leita
Ég fann hann á ólíklegasta stað sem hugsast gat
Ég fann hann í ólíklegasta manni sem hugsast gat
Ég fann hann í þér
Þú ert ennþá þessi maður!
Er ég hætt að vera konan sem þú leitaðir að?  
Rún
1971 - ...


Ljóð eftir Rún

Aftur.
Maðurinn minn.