Jólaboðskapur
það verður bjartara og bjartara
og rithöfundar
trana sér í blöðin
þurralkarnir á INN-síðum blaðana
gera ÚT af við þig með blaðri
,,ég skal segja þér ævisögu mína
en ekki gefa mér sjúss \"

þjóðin hlustar
og hlustar
og kinkar
og kinkar


og kinkar kolli



en aðeins ein óþrotleg þrá
þessi jól svo og önnur

að drekka sig í hel

kollu af bjór bræður
jólin byrja í dag  
Aðdáandi
1989 - ...
Mér finnast bókmenntaumræður um jólin fyndnar. Ég skil þær ekki. Það er eins og allir hafi farið í meðferð. Og allir tala um þetta. Mamma situr í eldhúsi að drekka viskí og tuða. Hún er að tuða um hvað áfengi sé slæmt. Af hverju drekka allir svona mikið? Stundum finnst mér ekki gaman að mamma og pabbi séu full þegar ég fæ nýtt dót um jólin. Lengi vel hélt ég að bjórlykt væri hátíðarlykt. Ég á erfitt með að greina á milli hangikjötslykt og öllyktar. Er það eðlilegt? Er það þess vegna sem ég vil bara vera með drykkfelldum stelpum? (Ekki að þær vilji mig). Ég vil að minnsta kosti hvetja ykkur til að drekka minna þessi jól. Ljóðið var kaldhæðni. Verið góð við hvort annað!


Ljóð eftir Aðdáendir

Uppáhalds
Betlari (fyrir Jóhannes úr Katlum)
Ég er svo sammála Huldu
Áfengishjal
Jólaboðskapur
Út á landi er Helvíti
Monte Vessapoesia
Stjörnurnar sækja vín