Út á landi er Helvíti
Mér finnst það voða fúlt
að fara út á land
og eyða tímanum
innan um illa lyktandi fólk
svo ólikt borgarbúum
að það gefur mér hroll
Skötuangan og fjandans fjöll
fljúga þar í gegnum eilíf kvöld
glittir ekki í glóru
ekkert nema eldur og ís
allt frosið og dautt
Satan og dauðar sálir
að fara út á land
og eyða tímanum
innan um illa lyktandi fólk
svo ólikt borgarbúum
að það gefur mér hroll
Skötuangan og fjandans fjöll
fljúga þar í gegnum eilíf kvöld
glittir ekki í glóru
ekkert nema eldur og ís
allt frosið og dautt
Satan og dauðar sálir
Ég las ljóð. Man ekki eftir hvern. Einhvern sveitamann. Ég var út í sveit hjá ömmu. Það er ekki gaman. En ljóðið var um helvíti og mér fannst það minna mig á sveitina hennar ömmu. Ég skrifaði þetta löngu eftir að ég las ljóðið. Þetta er langt frá því að vera eins og ljóðið. En það minnir örugglega á það. Man einhver eftir hvern upprunalega ljóðið er?