Stjörnurnar sækja vín
Gegnum penna minn sé ég glitta í stjörnur sem hafa fengið sæti í gluggakistunni og innsiglað sólina
líkt og það sé fjandi nóg af morgundögum
,,Morgundagurinn verður sem þessi ekki sóa kvöldinu\"
Eins og skilningssljóir bjúrókratar æða stjörnurnar á milli húsa og boða öllum það sama
,,Morgundagurinn verður sem þessi ekki sóa kvöldinu\"
Þegar dagar lúra stjörnurnar í draumamóki. Við verðir hversdagsins göngum þá blind og haltrandi frá deginum. Mundu að sparka í hann liggjandi.
líkt og það sé fjandi nóg af morgundögum
,,Morgundagurinn verður sem þessi ekki sóa kvöldinu\"
Eins og skilningssljóir bjúrókratar æða stjörnurnar á milli húsa og boða öllum það sama
,,Morgundagurinn verður sem þessi ekki sóa kvöldinu\"
Þegar dagar lúra stjörnurnar í draumamóki. Við verðir hversdagsins göngum þá blind og haltrandi frá deginum. Mundu að sparka í hann liggjandi.
Ég er að læra. Vinir mínir ætluðu að kíkja og læra með mér. Nei þeir ákváðu að fara á fyllerí. Ég drekk ekki og sagði nei. Mér finnst líka gott að hafa smá ábyrgð. Hvað er að þeim? Ætla þeir að ganga frá framtíð sinni? Ljóðið er tileinkað þeim.