Stjörnurnar sækja vín
Gegnum penna minn sé ég glitta í stjörnur sem hafa fengið sæti í gluggakistunni og innsiglað sólina
líkt og það sé fjandi nóg af morgundögum

,,Morgundagurinn verður sem þessi ekki sóa kvöldinu\"

Eins og skilningssljóir bjúrókratar æða stjörnurnar á milli húsa og boða öllum það sama

,,Morgundagurinn verður sem þessi ekki sóa kvöldinu\"

Þegar dagar lúra stjörnurnar í draumamóki. Við verðir hversdagsins göngum þá blind og haltrandi frá deginum. Mundu að sparka í hann liggjandi.
 
Aðdáandi
1989 - ...
Ég er að læra. Vinir mínir ætluðu að kíkja og læra með mér. Nei þeir ákváðu að fara á fyllerí. Ég drekk ekki og sagði nei. Mér finnst líka gott að hafa smá ábyrgð. Hvað er að þeim? Ætla þeir að ganga frá framtíð sinni? Ljóðið er tileinkað þeim.


Ljóð eftir Aðdáendir

Uppáhalds
Betlari (fyrir Jóhannes úr Katlum)
Ég er svo sammála Huldu
Áfengishjal
Jólaboðskapur
Út á landi er Helvíti
Monte Vessapoesia
Stjörnurnar sækja vín