

Þú ert vor, þú ert haust,
það er það sem ég sé.
Góðmennska í fyrirrúmi,
orð guðs þér að vopni.
Þú ert traustur, þú ert sannur,
uppréttur gengur beint til verks.
Stór þú ert í mínum augum,
en stærri í augum drottins.
Þú ert faðir minn.
það er það sem ég sé.
Góðmennska í fyrirrúmi,
orð guðs þér að vopni.
Þú ert traustur, þú ert sannur,
uppréttur gengur beint til verks.
Stór þú ert í mínum augum,
en stærri í augum drottins.
Þú ert faðir minn.