Árstíðir
kæra sumar
vildi láta þig vita að ég svaf
aldrei hjá vorinu viljandi
hún lofaði mér yl sólarinnar
og ég trúði því

en að öðru
hvað sérðu í fjandans haustinu

Kveðja
vetur konungur  
Valþjófur
1978 - ...


Ljóð eftir Valþjóf

Árstíðir
Endurheimt
Ísland
......