Eins & sést
Fjörgamall maður
- lítt fjörlegur að sjá
situr á þungum steini
í svartri fjöru að hausti til.
Sjórinn flæðir fram og til baka,
í takt við þungan,
áhyggjufullan og reykfylltan,
andardráttinn.
Vindurinn, sú skapbráða skepna,
blæs vinalega í fangið á honum,
sí og æ í sömu átt,
þvert á ferðir sjávar.
Sá fjörgamli ímyndar sér sjávarniðinn,
heyrir hann ekki,
engu að síður
eru eyrun með stærra móti.
- lítt fjörlegur að sjá
situr á þungum steini
í svartri fjöru að hausti til.
Sjórinn flæðir fram og til baka,
í takt við þungan,
áhyggjufullan og reykfylltan,
andardráttinn.
Vindurinn, sú skapbráða skepna,
blæs vinalega í fangið á honum,
sí og æ í sömu átt,
þvert á ferðir sjávar.
Sá fjörgamli ímyndar sér sjávarniðinn,
heyrir hann ekki,
engu að síður
eru eyrun með stærra móti.