

sólskinsdagur
fallegt veður
ungar liggja
í hreiðri
glitrar lækur
glampar fjörður
tindar sperrtir
með hnjúka
mildur blær
grasi vaggar
leka af dropar
morgundaggar
líður dagur
ljúfsár
fallegt veður
uppá heiði
en fyrir varginn
ber vel í veiði
syngur fugl á steini
sorgarrödd um ástmögur
við sitjum hjá og hlustum
en hvað hún er fögur
líður dagur hjá
uppá heiði
fallegt veður
ungar liggja
í hreiðri
glitrar lækur
glampar fjörður
tindar sperrtir
með hnjúka
mildur blær
grasi vaggar
leka af dropar
morgundaggar
líður dagur
ljúfsár
fallegt veður
uppá heiði
en fyrir varginn
ber vel í veiði
syngur fugl á steini
sorgarrödd um ástmögur
við sitjum hjá og hlustum
en hvað hún er fögur
líður dagur hjá
uppá heiði