Bæn

Fortíðarinnar andi um svífur
í fylgsnum trjána , framtíðin bíður.
Drottinn að farsæl hún verði.
Í aldingarði forðum þú gekkst,
frið og gleði frá föðurnum fékkst.
Mér að hugga og gefa
sorgirnar sefa !
Í kertanna logum ég minnist þín heitt
sem lífinu hefur töfrum á beitt.
Oft hef ég von þinni brugðist.
Á annan veg fer oft en hugðist.
Hvíl þú mitt hjarta og hjálpa þú mér
að gera aðeins það
sem er þóknanlegt þér.  
Lóa Björk
1976 - ...


Ljóð eftir Lóu Björk

Bæn
Lifandi Líf