Leiðin
Hvað er allt, miða við hvað sem er?
Efni, máttur eða alls\'ekki neitt?
Það dæmir vízt hver eftir sjálfum sér,
en samtíðinni fæst þó\'ekki breytt.
Né útskýringar dregnar út
okkar eilífðarspurningum við.
Þau eru til, svörin, en þau eru í hnút,
við það sem við gerum að sið.
Ef við flokkum\'í sundur úr þeim siðavenjum
sem óspurð við erum öll forrituð af;
við losnum við girnd, við losnum við gremju,
við losnum við þjáningu, eitt vízt er það.
Leiðin er þó falin í fjarlægri tíð;
fallega ofin í tilbúið lín.
Og\'þó mannshugurinn sé mögnuð smíð,
seint mun hann meðtaka drauma-orð mín.
Efni, máttur eða alls\'ekki neitt?
Það dæmir vízt hver eftir sjálfum sér,
en samtíðinni fæst þó\'ekki breytt.
Né útskýringar dregnar út
okkar eilífðarspurningum við.
Þau eru til, svörin, en þau eru í hnút,
við það sem við gerum að sið.
Ef við flokkum\'í sundur úr þeim siðavenjum
sem óspurð við erum öll forrituð af;
við losnum við girnd, við losnum við gremju,
við losnum við þjáningu, eitt vízt er það.
Leiðin er þó falin í fjarlægri tíð;
fallega ofin í tilbúið lín.
Og\'þó mannshugurinn sé mögnuð smíð,
seint mun hann meðtaka drauma-orð mín.