Minning & Kveðja
Minning var mér að upprifjast,
frá miðskólaárum mínum.
Þegar vit mitt þjála var ennþá hart,
& ég þeyttist óprúður í tímum.
Rauðhærður djöfull sem reiddist of fljótt,
ruddist á aðra\'eins og sýndist.
Um samnemendur sagði misjafnt ljótt,
svo við kennara af hörku glímdi.
Ein var þó sem aldrei ég hæddi,
af aulaskap fylltist er var henni með.
Um vináttu & frið hún kauplaust mig fræddi,
fyllti hjarta mitt glatt & stillti mitt geð.
Við fyrstu kynni ég kunni\'þig við,
þú komst mér ósjaldan frá falli.
Vænni vinkona fæst ei fundið
í veröld okkar gjörvallri.
Þó tíð sé nú runnin & tímarnir aðrir,
þá títt ég velti mér uppúr því;
af hverju samband svona lítið ég hafði
eftir að sitthvora áttina fórum við í.
Víst hef ég villt mína eigin lífssýn;
vaðið í dýpsta syndafljótið.
Ég vil bara\'að þú vitir, kæra vinkona mín;
ég vona\'að þú alls besta njótir.
frá miðskólaárum mínum.
Þegar vit mitt þjála var ennþá hart,
& ég þeyttist óprúður í tímum.
Rauðhærður djöfull sem reiddist of fljótt,
ruddist á aðra\'eins og sýndist.
Um samnemendur sagði misjafnt ljótt,
svo við kennara af hörku glímdi.
Ein var þó sem aldrei ég hæddi,
af aulaskap fylltist er var henni með.
Um vináttu & frið hún kauplaust mig fræddi,
fyllti hjarta mitt glatt & stillti mitt geð.
Við fyrstu kynni ég kunni\'þig við,
þú komst mér ósjaldan frá falli.
Vænni vinkona fæst ei fundið
í veröld okkar gjörvallri.
Þó tíð sé nú runnin & tímarnir aðrir,
þá títt ég velti mér uppúr því;
af hverju samband svona lítið ég hafði
eftir að sitthvora áttina fórum við í.
Víst hef ég villt mína eigin lífssýn;
vaðið í dýpsta syndafljótið.
Ég vil bara\'að þú vitir, kæra vinkona mín;
ég vona\'að þú alls besta njótir.