

Manstu þegar minningar
mynduðust okkur í fjarska?
Okkar kæru fyrstu kynningar
í köldustu Nebraska?
Manstu hvernig húsin létu,
hvernig göturnar byrjuðu að tala?
Hvernig blómin hlupu og bílarnir grétu,
& bófann sem varð óvænt’að smala?
Manstu ljósastaura & lítil börn
leiðast glöð niður að strönd?
Manstu álfa & menn og
magnaðar sögur frá
ímynduðum heimi?
Úr algleymi
ég reyni
að rifja’upp en
hef ekki taug til
að toga. – Ha?
-Þú veist,
... eða hvað?
Mundu þó eitt
elsku stúlka til þessa;
Þig ég elska heitt,
bara þig & ekki neitt
þó þú lítir út eins og skessa.
mynduðust okkur í fjarska?
Okkar kæru fyrstu kynningar
í köldustu Nebraska?
Manstu hvernig húsin létu,
hvernig göturnar byrjuðu að tala?
Hvernig blómin hlupu og bílarnir grétu,
& bófann sem varð óvænt’að smala?
Manstu ljósastaura & lítil börn
leiðast glöð niður að strönd?
Manstu álfa & menn og
magnaðar sögur frá
ímynduðum heimi?
Úr algleymi
ég reyni
að rifja’upp en
hef ekki taug til
að toga. – Ha?
-Þú veist,
... eða hvað?
Mundu þó eitt
elsku stúlka til þessa;
Þig ég elska heitt,
bara þig & ekki neitt
þó þú lítir út eins og skessa.