Friðarboð
Þegar reiður ég er,
þá reyk fæ ég mér
Til að draga úr illskunnar báli.
Því staðreyndin er sú,
og ég sé það skýrt nú
að skólakennsla skiptir’engu máli.
Ef svangur ég er,
þá \"smók\" fæ ég mér,
til að samstillast þeim fagra tóni,
ég heyri nú lágt
en heyri brátt hátt,
með góðri hjálp frá tilbúnu lóni.
Þá segi ég glatt,
já, ég segi það satt,
sé heimur þinn allur í bölvuðu tjóni:
Þá kíktu fljótt inn
kæra mín, kæri minn
og kveiktu þér upp góðri, hjá Jóni.
þá reyk fæ ég mér
Til að draga úr illskunnar báli.
Því staðreyndin er sú,
og ég sé það skýrt nú
að skólakennsla skiptir’engu máli.
Ef svangur ég er,
þá \"smók\" fæ ég mér,
til að samstillast þeim fagra tóni,
ég heyri nú lágt
en heyri brátt hátt,
með góðri hjálp frá tilbúnu lóni.
Þá segi ég glatt,
já, ég segi það satt,
sé heimur þinn allur í bölvuðu tjóni:
Þá kíktu fljótt inn
kæra mín, kæri minn
og kveiktu þér upp góðri, hjá Jóni.