Þynnku – þunglyndi
Ég stend á villigötu samtímans,
set út á hvítflipalíf og elegans
því ég sé út um gluggann það sem enginn sér.
Tómar brennivínsflöskur og tómir bjórar,
bara tímaflækja, ekki ein heldur fjórar.
Augun mín, eins og fínpússað gler.
Stolnir draumar seldir á götuhorni
en í sannleika sagt eru þeir löngu horfnir.
Það finnst bara öllum gaman að rugla í mér.
Ég krefst þess kona að þú klækir mig,
já svona, svona, ég vona að þú særir mig
& við tökum því bara eins og það er.
Þó gefi ég allt sem hér ég geymi,
græði ég ekkert í þessum heimi.
Ég segi þetta nóg, ég á ekki heima hér.
set út á hvítflipalíf og elegans
því ég sé út um gluggann það sem enginn sér.
Tómar brennivínsflöskur og tómir bjórar,
bara tímaflækja, ekki ein heldur fjórar.
Augun mín, eins og fínpússað gler.
Stolnir draumar seldir á götuhorni
en í sannleika sagt eru þeir löngu horfnir.
Það finnst bara öllum gaman að rugla í mér.
Ég krefst þess kona að þú klækir mig,
já svona, svona, ég vona að þú særir mig
& við tökum því bara eins og það er.
Þó gefi ég allt sem hér ég geymi,
græði ég ekkert í þessum heimi.
Ég segi þetta nóg, ég á ekki heima hér.