

Mig dreymdi í nótt nokkuð undarlegt,
ónákvæmt ég man allt, og þó:
Fólk, það lifði lífið blekkt,
lifnaði í fæðingu, eltist og dó.
Börn voru framleidd á færiböndum,
flokkuð í sundur & sorteruð sér:
Hverjir hentuðu í stjórnun á löndum
og hverjir hentuðu í almúgaher.
Stofnanir sáu um uppeldi þjóða,
steiktu’í þeim heilan og forrituðu á ný.
Og þeim einstaklingum sem þeir sáu í gróða
þeir umbunuðu með lúxuslíf.
Hvergi var samheldni, heldur geisuðu stríð
sem enginn sá fyrir enda á.
Í stað fyrir snjó- var það blýkúluhríð,
fyrir sökudólg hvern annan bentu á.
Ég vildi vakna en ekki ég gat
viðskilið mig frá því \"djóki\" -
að helmingur heimsins átti ekki mat,
hinn lifði í lífsgæðamóki.
ónákvæmt ég man allt, og þó:
Fólk, það lifði lífið blekkt,
lifnaði í fæðingu, eltist og dó.
Börn voru framleidd á færiböndum,
flokkuð í sundur & sorteruð sér:
Hverjir hentuðu í stjórnun á löndum
og hverjir hentuðu í almúgaher.
Stofnanir sáu um uppeldi þjóða,
steiktu’í þeim heilan og forrituðu á ný.
Og þeim einstaklingum sem þeir sáu í gróða
þeir umbunuðu með lúxuslíf.
Hvergi var samheldni, heldur geisuðu stríð
sem enginn sá fyrir enda á.
Í stað fyrir snjó- var það blýkúluhríð,
fyrir sökudólg hvern annan bentu á.
Ég vildi vakna en ekki ég gat
viðskilið mig frá því \"djóki\" -
að helmingur heimsins átti ekki mat,
hinn lifði í lífsgæðamóki.