

Nú gulnar grasið úti á túni
sem gréri í sumar svo vel.
Fagrir runnarnir orðnir fúnir,
frosið er allt líf í hel.
Blómin hætt að vaxa’útí garði
& bláberin horfin á braut.
Þéttar þúfur nú nær rofabarði,
að þrotum lindir; nú að drullugraut.
- Hvar eru flugurnar sem flugu hér fyrr?
Hvar eru skriðdýrin sem voru aldrei kyrr?
sem gréri í sumar svo vel.
Fagrir runnarnir orðnir fúnir,
frosið er allt líf í hel.
Blómin hætt að vaxa’útí garði
& bláberin horfin á braut.
Þéttar þúfur nú nær rofabarði,
að þrotum lindir; nú að drullugraut.
- Hvar eru flugurnar sem flugu hér fyrr?
Hvar eru skriðdýrin sem voru aldrei kyrr?