Sekur mínum sökum
Hörund þitt, þitt hold svo fagurt,
hvíslar í gegn augu mín.
Og aldrei er nú mál mitt magurt
ef mál mitt er til þín.
Ég elska þig í gegnum vindinn,
og er andar suðrið hlýja.
En ef brotið er gróft, þá stækkar syndin,
sem seint er þá hægt að flýja.
Ég rita því þessi orð til þín,
er þreytan er mig að svæfa.
Ég óska að ég gæti hætt við allt vín,
en eymdin er mig að kæfa.
hvíslar í gegn augu mín.
Og aldrei er nú mál mitt magurt
ef mál mitt er til þín.
Ég elska þig í gegnum vindinn,
og er andar suðrið hlýja.
En ef brotið er gróft, þá stækkar syndin,
sem seint er þá hægt að flýja.
Ég rita því þessi orð til þín,
er þreytan er mig að svæfa.
Ég óska að ég gæti hætt við allt vín,
en eymdin er mig að kæfa.