Óður
Með aragrúa í höndum mínum,
mökkölvaður þurrka af þér slef.
Búinn að horfa‘eftir hundruð af línum
hverfa upp í þitt nef.
Bakkus með allt sitt brennivín,
bjargað þér getur ei meira.
Ég sé það í gegnum augun þín,
þú ert þig búin að útkeyra.
Ef ég hefði aðeins hugsað fyrr,
hugað að því sem uppúr sauð.
Þá lægir þú kannski ekki svo kyrr,
þá værir þú kannski ekki dauð.
Gleðin er löngu liðin tíð,
leggst hægt við þína hlið.
Andlitið fallegt og augun þín blíð,
og í huganum loksins færð frið.
Fædd og uppalin í fallegri sveit,
með fjallgarða háa sem prýða.
Fyrirmyndar stúlka samt frá henni leit,
sem fannst gott að detta í það.
Skilur eftir þig fátt nema vin,
sem vildi hafa verið þér nær.
Mig verkjar nú í hvern vöðva og sin,
við að hugsa um daginn í gær.
mökkölvaður þurrka af þér slef.
Búinn að horfa‘eftir hundruð af línum
hverfa upp í þitt nef.
Bakkus með allt sitt brennivín,
bjargað þér getur ei meira.
Ég sé það í gegnum augun þín,
þú ert þig búin að útkeyra.
Ef ég hefði aðeins hugsað fyrr,
hugað að því sem uppúr sauð.
Þá lægir þú kannski ekki svo kyrr,
þá værir þú kannski ekki dauð.
Gleðin er löngu liðin tíð,
leggst hægt við þína hlið.
Andlitið fallegt og augun þín blíð,
og í huganum loksins færð frið.
Fædd og uppalin í fallegri sveit,
með fjallgarða háa sem prýða.
Fyrirmyndar stúlka samt frá henni leit,
sem fannst gott að detta í það.
Skilur eftir þig fátt nema vin,
sem vildi hafa verið þér nær.
Mig verkjar nú í hvern vöðva og sin,
við að hugsa um daginn í gær.