Misheppnaður flótti
Hugsa um daga og drauma sem á mig snéru,
drambið var falli næst.
Þröngar minningar hug minn réru,
meðan ósk mín gat ekki ræst.
Draugar fortíðar á mig falla,
fyrir minn síðasta túr.
Feigðardrykkurinn á mig fljótt kallar,
fjötrum hans kemst ekki úr.
Hleð skot í hólk og geri hann kláran,
heiftin nú meira en næg.
Gleypi endann á hólknum og græt mig sáran,
gikkinn dreg aftur og hlæ. (bæng)
-Ranka nú við mér og verkjar í kjálkann,
velti mér, reyni að grípa í bjálkann.
Lít í spegil en veit eigi hver þar fer,
það er eitthvað andlit – en ekki andlitið á mér...
drambið var falli næst.
Þröngar minningar hug minn réru,
meðan ósk mín gat ekki ræst.
Draugar fortíðar á mig falla,
fyrir minn síðasta túr.
Feigðardrykkurinn á mig fljótt kallar,
fjötrum hans kemst ekki úr.
Hleð skot í hólk og geri hann kláran,
heiftin nú meira en næg.
Gleypi endann á hólknum og græt mig sáran,
gikkinn dreg aftur og hlæ. (bæng)
-Ranka nú við mér og verkjar í kjálkann,
velti mér, reyni að grípa í bjálkann.
Lít í spegil en veit eigi hver þar fer,
það er eitthvað andlit – en ekki andlitið á mér...